Færsluflokkur: Kvikmyndir
11.10.2011 | 04:48
Mínar uppáhaldsleikstjóramyndir: Kevin Smith
Þessi bloggsíða varð 1 árs þann 6.september s.l. og í tilefni af því ætla ég að starta nýjum lið þar sem ég geri lista yfir mínar uppáhaldsmyndir með einhverjum ákveðnum leikstjóra. Fyrsti leikstjórinn sem ég tek fyrir er Kevin Smith. Kommentið!
10. Jay and Silent Bob Strikes Back (2001)
Það er reyndar mjög langt síðan ég sá hana, en eins og ég man eftir henni þá var hún bara nokkuð góð grínmynd sem skildi ekkert eftir sig (ekki frekar en flestar grínmyndir), þarf samt virkilega að sjá hana aftur til að geta dæmt almennilega um hana.
9. Dogma (1999)
Fín mynd, samt frekar ofmetin að mínu mati.
8. Cop Out (2010)
Fílaru Tracy Morgan eða ekki? Ég gerði það og þess vegna fannst mér þetta mjög fyndin mynd. 80's fílingurinn var líka ekki að skemma. Annars er mjög grunnt á handritinu, (ég er ekki að segja þetta bara af því að Kevin skrifaði það ekki sjálfur), þessi mynd er bara mjög vel heppnaður blockbuster og ég efast um að hún átti að vera eitthvað annað en það.
7. Zack and Miri make a Porno (2008)
Feel good mynd þar sem friendzone gaurinn er ekki einu sinni í friendzone!
6. Mallrats (1995)
Þessi mynd er Kevin Smith í drasl. Meira jafnvel en Clerks. Shannen Doherty minnir mig líka alltaf á Beverly Hills busaárin mín í FSu, sælla minningar.
5. Jersey Girl (2004)
Það hata allir þessa mynd nema Roger Ebert. Þess vegna var ég ekki með miklar væntingar þegar ég sá hana fyrst. Hvort sem það hafði áhrif eða ekki þá var ég mjög hrifinn af þessari mynd, mjög falleg og temmilega væmin mynd, eina sem þurfti var að skipta Liv Tyler út og kannski Affleck (samt ekki).
4. Red State (2011)
Adrenalín, reiði, spennufall. Ég hef sjaldan lifað mig jafn mikið inn í neina mynd jafn mikið og þegar ég sá þessa í bíó (Q&A eftir myndina var líka snilld!). Kevin hittir naglann á höfuðið með þessari, gefur skít í þennan skít en bendir okkur samt á að þessi skítur er samt sem áður af sömu tegund og við. Kevin sýndi það með Clerks að hann væri besti low-budget leikstjóri heims og sannaði það svo með Red State.
3. Chasing Amy (1997)
Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af þessari mynd þegar ég sá hana fyrst en það breyttist eftir seinna áhorf. Ég elska hvað persónurnar og sambandið á milli þeirra skiptir svo miklu meira máli heldur en brandararnir, enda eru það ekki þeir sem gera þessa mynd góða, hún er miklu meiri dramamynd heldur en grínmynd. Ein besta sambandsmynd sem ég séð. Endirinn er líka einn sá besti sem ég séð, það hefði verið svo auðvelt að enda myndina *SPOILER* eins og áhorfendurnir hefðu viljað, sem hefði beinlínis verið rangt miðað allt sem hafði gengið á *SPOILER*. Joey Lauren Adams er líka eitt besta cast sem ég man eftir.
2. Clerks II (2006)
Það hefði verið svo rosalega auðvelt að klúðra jafn erfiðu verkefni og Clerks II var, þetta hefði þess vegna getað orðið Godfather 3 eða eitthvað svipað. En Kevin tókst að gera frábæra mynd með sömu persónum og voru í hans bestu mynd. Clerks II var ekki að neinu leyti nauðsynleg fyrir Clerks en hún gerði heldur ekki neitt til að skemma hana fyrir manni.
1. Clerks (1994)
Less is more. Þetta þarf ekki að vera flókið, hvort sem um er að ræða tæknilega hluti eða söguþráðinn. Kevin vann í matvöruverslun og gerði mynd um sína eigin upplifun á starfinu. Eftir að hafa unnið í Olís í tæpt ár þá væri ég líka alveg til í að gera mynd um mína reynslu þar, en mér myndi ekki einu sinni detta það í hug, hvað þá þora því að reyna! Það er samt svo margt við þessa mynd sem heillar mann, og ég nenni ekki að fara út í það :)
Komið með ykkar skoðun á þessu, takk :)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar