8.9.2010 | 15:17
Topp 10: tölvuleikir
Ætla að koma með nýjan dálk sem mun bera heitið topp 10, sem gæti breyst í topp 5 eða topp 15 eða topp milljón! Fer allt eftir viðfangsefninu hverju sinni. Í þetta skiptið ætla ég að taka fyrir uppáhalds tölvuleikina mína.
10. Wario Land 3 (2000) (Game Boy Color)
Þrátt fyrir að vera Playstation-maður þá má Nintendo eiga það að þeira kunna að gera góða platformleiki! Þennan leik fengum við bræðurnir árið 2002 og ég var ennþá að spila hann þegar ég var busi í framhaldsskóla (með góðum hléum þó). Náði samt aldrei að klára hann og hann er týndur núna. FML.
9. Buzz!: The Music Quiz (2005) (PlayStation 2)
Spurningaleikur um tónlist, þarf ekki að segja meira. Buzz-leikirnir sem fylgdu á eftir ná ekki sömu gæðum og þessi að mínu mati, þó Hollywood Quiz hafi verið góður að vísu. Á mjög góðar minningar frá því í 10. bekk/fyrsta ár í FSu tengdar þessum leik.
8. Medal of Honor: Frontline (2002) (PlayStation 2)
Einfaldur 1. persónu skotleikur, tilvalinn fyrir þá sem sökka í slíkum leikjum, en ég er einmitt einn af þeim. Útlitið og tónlistin vega líka stórt enda mikil áhersla lögð á þessi atriði í herbúðum Electronic Arts. Heimsstyrjaldarfílingurinn er stór plús í þessum leik.
7. FIFA 99 (1998) (PlayStation)
Einn af mínum fyrstu tölvuleikjum. Kynnti mig fyrir þeirri snilld sem FIFA leikirnir eru. FM hvað?
6. Medal of Honor: Rising sun (2003) (PlayStation 2)
Útlitslega einn flottasti leikur sem ég hef spilað. Spilunin mjög þæginleg líka.
5. Warcraft 2 (1995) (PC)
Er lítið fyrir herkænskuleiki og meira og minna alla PC-leiki en þessi leikur er bara of góður. Einfaldur, langur (ég lít á það sem kost), skemmtilegur og flottur leikur þrátt fyrir að vera barns síns tíma, enda er þetta ein vinsælasta herkænskuserían í leikjaheiminum. Varð fyrir virkilegum vonbrigðum þegar ég prófaði Warcraft 3 eftir að hafa spilað þennan.
4. FIFA Football 05 (2004) (PlayStation 2)
Fyrsti almennilegi FIFA-leikurinn frá því FIFA 99 kom út (að vísu var FIFA 2003 lala). Í þessum leik var í fyrsta skiptið komið almennilegt manager mode og spilunin var orðin ásættanleg.
3. Grand Theft Auto: San Andreas (2004) (PlayStation 2)
Besta spilun í GTA-leik að mínu mati. Söguþráðurinn, útlitið, TÓNLISTIN!. Allt fullkomið. Besta þó finnst mér hvað hann er langur og passlega léttur/erfiður.
2. Crash Bandicoot 2: Cortex strikes back (1997) (PlayStation)
Fyrsti Playstation leikur okkar bræðra, en þessi leikur var keyptur ásamt Playstation-tölvunni okkar í Fríhöfninni árið 1998. Besti platform-leikur sem ég hef prófað (já, ég hef prófað Super-Mario leikina). Þessi leikur hefur allt. Útlitið, gallalausa spilun, snilldar tónlist sem minnir mjög mikið á Depeche Mode, fínan söguþráð o.m.fl. Það sem er þó best við þennan leik er það hversu langur hann er og hvað það er mikið af leynum og leyniborðum, þannig að það er endalaust hægt að finna eitthvað nýtt í honum. Ekki skemmir fyrir að þegar maður fer í pause menu þá getur maður séð í prósentum hversu langt maður er kominn með leikinn (mjög þæginlegt að hafa það á hreinu). Það var líka langskemmtilegast að spila hann þegar maður var orðinn eldri og átti sjéns á að vinna leikinn. Ég vil meina að þessi leikur sé bæði barna og fullorðinsleikur,það fer eftir því hversu langt þú kemst í leiknum. Þetta er svona eins og að skilja brandarana í Simpsons eða hafa gaman af þeim vegna þess að þetta er teiknimynd. Ef þið skiljið hvað ég meina...
1. Grand Theft Auto: Vice City (2002)
Já ég veit, ég er 80's hóra (leikurinn gerist árið 1986). Það sem heillar mig mest við þennan leik er hversu vel framleiðendunum tekst upp með að endurskapa andrúmsloftið á 9. áratugnum. Útlitið er ótrúlega vel gert (bylting að mínu mati, enda var Playstation 2 ný tölva á þessum tíma og grafíkin í leikjunum eftir því), tónlistarvalið gæti ekki verið betra, söguþráðurinn er á lengd við gott kvikmyndahandrit og spilunin er guðdómleg (mikil framför frá GTA 3 þó svo að sá leikur hafi verið mjög góður). Sem sagt, GTA: Vice City er langbesti leikur sem ég spilað, og spilar þar aðallega inn í hversu góður heildarsvipurinn á leiknum er. T.a.m. er spilunin skemmtilegri í GTA: San Andreas, og verkefnin aðeins skemmtilegri í GTA: Vice City Stories en þegar öll atriðin eru tekin saman þá hefur Vice City vinningin.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:55 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
Athugasemdir
Frekar sammála bara, vantar bara Sims inní þetta, en þú dast nottla aldrei neitt í hann eins og ég.
Sölvi Þór Hannesson (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 22:44
þú ert soddan playstation 2 hóra... það er samt í góðu, ég er nú bara pc hóra.
http://www.youtube.com/watch?v=iPEKq96I0QM
svo uppá djökið
http://www.youtube.com/watch?v=EzNhaLUT520&feature=fvhr
Kári (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 12:32
Sölvi: haha fílaði aldrei Sims neitt mikið, nema kannski tónlistina, enda er þetta besta lyfttónlist sem gerð hefur verið!
Kári: haha vá man ég eftir þessu myndbandi sem þú gerðir, minnti reyndar að það hafi verið frá því í 10. bekk. Alltof fyndið líka að lesa kommentin á því XD
Hvað varstu samt að spá með hinu myndbandinu? :Þ
Stefán Hannesson, 10.9.2010 kl. 01:04
FIFA 07 maður!
Ivan (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 21:49
haha, minn listi yrði algjörlega samblanda af nintendo 64 og PC, algjörlega laus við Play Station, eini sem myndi komast mögulega á listann þar væri PES 2008 sem er betri en allir hinir Fifa-leikirnir (sorry stefán), það að geta valið fjögur lið og fengið svo hvaða random gaura sem er úr þeim liðum er bara of gott!
Hvað varðar Nintendo 64-leikina þá er The Legend of Zelda: Ocarina of time bara ótrúlegur, alltof góður og hugljúfur og langur og spennandi!
mér fannst það löngu áður en ég las þetta:
http://en.wikipedia.org/wiki/The_Legend_of_Zelda:_Ocarina_of_Time#Reception_and_legacy
annars er ég ánægður að sjá crash bandicoot þarna, fannst það alltaf svona "skemmtilegi" leikurinn í PS til að bera saman við Super Mario 64 (sem ég fékk martraðir yfir, án djóks)
Tek líka eftir því að það vantar allan Champ í þig, Stefán, alltaf gaman að taka smá tíma í einhverjum af þeim leikjum ;)
Annars var ég að horfa á myndbandið frá Kára og ééég er á leiðinni að spila monkey island um leið og ég er búinn að vinnameistaradeildinameðDagenham&RedbridgeíChampionshipManager01/02..
Plóli (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 22:21
Ívan: hjartanlega sammála þér, en hann kemst samt ekki inn á listann, 99 er svo minningartengdur og 05 var bylting í FIFA leikjunum, 07 er samt með þeim bestu ásamt 10.
Plóli: verðum að vera sammála um að vera ósammála, en ég viðurkenni það vissulega að Nintendo 64 er helvíti nett leikjatölva, ég lenti bara Playstation megin í lífinu. Hvað manager leiki varðar þá finnst mér þeir bara ekkert heillandi, finnst manager módið í FIFA alveg nógu gott útaf fyrir sig ;) En vá er ég sammála þér með Monkey Island! Annars er einn snilldar leikur sem ég og Kári gleymdum báðir, Star Wars: Phantom Menace í PC !!!
Stefán Hannesson, 12.9.2010 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.