Topp 16: Gosdrykkir

Það drekka allir gosdrykki er það ekki? Jú hélt það líka, hérna eru þeir 16 bestu sem ég hef smakkað...

16: Póló

Mjög spes glær drykkur með tyggjókúlubragði. Ekki góður, ekki vondur bara mjög spes á bragðið en venst þó og verður betri með hverjum sopa. Mæli með því að tjékka á þessum drykk sem fyrst því Bónus er að farað hætta með hann, 2 L kosta aðeins 98 Karl!

15: Fanta Lemon

Mesti lala drykkurinn á þessum lista, er t.d. bara góður ískaldur

14: Pepsi Max

Voða basic drykkur sem maður drekkur volgan með núðlunum á miðvikudagskvöldi yfir Bráðavaktinni, eini sykurlausi drykkurinn sem komst inn á listann

13: Fanta Exotic

Byrjar mjög vel en verður svo mjög leiðinlegur, sérstaklega er pirrandi hvað það er lítið gos í honum

12: Fanta

Fínt jájá

11: Faxe Kondi

Get engan veginn lýst bragðinu, minnir kannski einna mest á þrúgusykur. Mætti þó vera meira gos í honum. Fæst því miður einungis í Europris sem er lengra út úr bænum en Mjólkurbúið!!!

10: Schweppes Ginger Ale

Mjög gott engiferöl. Hef reyndar ekki smakkað neina aðra tegund af þeim drykk þannig að kannski er þetta bara ógeðslega vont

9: Egils Orka

Tel þetta ekki með sem orkudrykk, finnst þetta meira skylt gosdrykkjum þrátt fyrir koffeinmagnið. Snilldarbragð þrátt fyrir að vera sykurleðja. Drykkur sem maður drekkur spari

8: Cherry Cola

Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta kók með kirsuberjabragði. Væri jafnvel ofar á listanum ef það væri meira gos í því (mjög hvimleiður galli í sumum tegundum gosdrykkja)

7: Mix

Gamla góða Mixið klikkar aldrei (nema þegar þeir framleiddu það með 50% minna sykurmagni). Samt sem áður ekki drykkur sem maður drekkur reglulega, er einhvern veginn of spes að mínu mati

6: Pepsi

Ahh, ætla ekki útí kók vs. Pepsi rökræðurnar, mér finnst Pepsi mjög góður drykkur, bara ekki jafn góður og þeir sem eru í næstu 5 sætum fyrir ofan

5: Pepsi Twist

Þessi drykkur var á markaðnum einhvern tímann á milli 2000 og 2005. Bragðaðist eins og venjulegt Pepsi sem búið væri að kreista passlega mikið af sítrónusafa út í. Mjöög góður drykkur sem mætti mín vegna skipta út fyrir venjulega Pepsíið (nema á Kenny samt)

4: Sprite

Mest frískandi gosdrykkur sem ég veit um. Ef Guð hefði ekki skapað vatnið þá væri það Sprite sem rynni úr krananum heima hjá fólki

3: Rímix

Eins og öllum ávöxtum heims hefði verið blandað saman við vatn, sykur og koltvísýring. Sumum finnst hann væminn en mér finnst hann fullkominn. Hinn eini og sanni sumardrykkur

2: Appelsín

Hættum að monta okkur yfir þessu skyri, það er appelsínið sem túristarnir eiga að fá að kynnast

1: Kók

Þetta er nú gefið, enda er þessi drykkur sá besti í heimi ásamt íslenska vatninu. Svo basic að þetta er bara kallað kók, svona eins og Bítlarnir eru kallaðir Bítlarnir en ekki The Beatles...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ef Guð hefði ekki skapað vatnið þá væri það Sprite sem rynni úr krananum heima hjá fólki"

haltu þessu áfram, þúrt sjöfull fyndinn

ÓB

Brúsi eða Ólafur eftir aðstæðum (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 00:41

2 identicon

æhj stebbi! það vantar besta gosdrykkinn í heiminum!!!

 röfflí væri top 10 listinn minn svona

Diet Coke Lemon - Fannst hann svo nettur eitthvað

Pepsi Blue - Nostalgíudrykkur

7up - langt síðan samt

Fanta Wildberry - enn ein nostalgían

Pepsi - Klassik

Appelsín - iceland FTW

Coca Cola - jább, bara í fjórða

Faxe Kondi - ískaldur svo góður

Sprite - Ferskleiki í flösku

MOUNTAIN DEW!!!!!!

Kári (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 20:20

3 Smámynd: Stefán Hannesson

Gleymdi MD og 7up!!! Hefðu samt ekkert verið neitt rosa ofarlega. Man samt núll hvernig Pepsi Blue smakkaðist. Ánægður samt með þig að setja kók fyrir ofan Pepsi. Annars smakkaði ég Dr.Pepper í dag sem Óli elskar, og hann er bara alls ekki jafn slæmur og mig minnti...

Stefán Hannesson, 14.9.2010 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Hannesson
Stefán Hannesson
Tónlistar,fótbolta- og kvikmyndablogg með meiru...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband